Um okkur

 
   
Viđ heitum Vignir Sigurólason og Berglind Sigurđardóttir og stundum hestamennsku og hrossarćkt á Húsavík okkur til ánćgju og yndislauka.
       Vignir er Húsvíkingur í húđ og hár.  Hann er dýralćknir og rekur eigin dýralćknisţjónustu.  Vignir var ekki alinn upp viđ hestamennsku og byrjađi í henni sem unglingur.  Hann keypti sinn fyrsta hest fyrir fermingarpeninginn sinn en sá endađi sem tunnumatur fyrir aldur fram.  Hann lét ekki ţar viđ sitja og endurnýjađi hestakostinn og fjárfesti fimmtán ára í tveim klárum, Skjóna frá Starrastöđum og Tvist frá Laugarvatni.  Ekkert var hesthúsiđ fyrir klárana en pabbi Vignis, Óli, átti fjárhús og voru útbúnir tveir básar í ţví.  Ţetta fjárhúsiđ er í dag hesthúsiđ okkar og sér Óli ađ miklu leiti um hrossin ţegar ţau eru á húsi.  Vignir keppti í fyrsta skipti 16 ára á Einarsstöđum í B-flokki á Skjóna og vann.  Síđan ţá hefur hann keppt ţó nokkuđ en ađallega á minni mótum hér norđanlands, oft međ ágćtum árangri.
         Berglind er alin upp á Gunnarsstöđum í Ţistilfirđi.  Hún er hjúkrunarfrćđingur og starfar á sjúkrahúsinu á Húsavík.  Hún er alin upp viđ hestamennsku frá blautu barnsbeini og eignađi sér 7 ára sína fyrstu meri sem pabbi hennar var međ í tamningu og nefndi hana ţví virđulega nafni Drusla.  Fyrsti hesturinn sem hún átti fyrir alvöru hét Máni og átti hann langan og glćstan feril sem barnahestur.  Berglind var eitt ár í Hólaskóla en hefur aldrei haft hestamennsku ađ ađalatvinnu.  Hún hefur ađeins keppt en međ tiltölulega litlum árangri :) 
        Vignir á fyrir synina Egil og Snorra og saman eigum viđ Bjart og Viđju Karen. Egill hefur keppt nokkuđ í barnaflokki og hefur áhuga á hestamennsku og rćktun.  Snorri hefur hinsvegar alveg sloppiđ viđ bakteríuna en ţeir Egill eru miklir körfuboltakappar.  Ekki er enn ljóst hvort Bjartur er hestamađur en hann hefur allavega mjög gaman af ţví ađ fara í hesthúsin og ađ líta á stóđiđ.  Hann eignađist sinn fyrsta hest 3 mánađa gamall og var ţađ Vilberg í Kommu sem svo rausnarlegur ađ gefa honum veturgamlan gráskjóttan fola sem heiti Simbađ.
 
Vignir: E-mail  vignirsigurola@simnet.is  GSM: 893-7901
Berglind: E-mail berglind@husavikurhestar.is  GSM: 868-9952
Heimilisfang:  Ketilsbraut 21  640 Húsavík